Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   fim 06. nóvember 2025 06:00
Elvar Geir Magnússon
Rífa niður San Siro til að reisa leikvang með færri sætum
Það er staðfest. San Siro verður rifinn og nýr leikvangur byggður.
Það er staðfest. San Siro verður rifinn og nýr leikvangur byggður.
Mynd: EPA
AC Milan og Inter hafa gengið fá kaupum á San Siro leikvangnum og staðfest áætlanir um að rífa hann til að byggja nútímalegan 71.500 manna leikvang.

San Siro er einn frægasti leikvangur heims en eins og margir vellir á Ítalíu er hann barn síns tíma. Ítalski boltinn hefur setið eftir þegar kemur að endurnýjun á aðstöðu.

Grannaliðin tvö hafa deilt leikvangnum síðan 1947 og í sameiginlegri tilkynningu segjast þau deila metnaði fyrir árangri til lengri tíma.

Nýr leikvangur mun taka um 4 þúsund færri áhorfendur og vera hannaður af Sir Norman Foster og David Manica sem hönnuðu nýja Wembley leikvanginn.
Athugasemdir
banner
banner