AC Milan og Inter hafa gengið fá kaupum á San Siro leikvangnum og staðfest áætlanir um að rífa hann til að byggja nútímalegan 71.500 manna leikvang.
San Siro er einn frægasti leikvangur heims en eins og margir vellir á Ítalíu er hann barn síns tíma. Ítalski boltinn hefur setið eftir þegar kemur að endurnýjun á aðstöðu.
San Siro er einn frægasti leikvangur heims en eins og margir vellir á Ítalíu er hann barn síns tíma. Ítalski boltinn hefur setið eftir þegar kemur að endurnýjun á aðstöðu.
Grannaliðin tvö hafa deilt leikvangnum síðan 1947 og í sameiginlegri tilkynningu segjast þau deila metnaði fyrir árangri til lengri tíma.
Nýr leikvangur mun taka um 4 þúsund færri áhorfendur og vera hannaður af Sir Norman Foster og David Manica sem hönnuðu nýja Wembley leikvanginn.
Athugasemdir



