Chelsea hefur fordæmt kynþáttaníð sem unglingalið félagsins varð fyrir í Aserbaídsjan. Aðallið Qarabag og Chelsea eru að fara að mætast í Meistaradeildinni en fyrr í dag léku U19 lið þessara félaga í Evrópukeppni unglingaliða.
Hinn 17 ára gamli Sol Gordon kom Chelsea yfir í leiknum og fagnaði marki sínu fyrir framan fámennan hóp áhorfenda á leiknum.
Heimildarmenn BBC segja að apahljóð hafi heyrst úr stúkunni í Bakú. Nokkurra mínútna töf var á leiknum á meðan leikmenn og starfslið Chelsea kvörtuðu til úkraínska dómarans Dmytro Kubriak.
Hinn 17 ára gamli Sol Gordon kom Chelsea yfir í leiknum og fagnaði marki sínu fyrir framan fámennan hóp áhorfenda á leiknum.
Heimildarmenn BBC segja að apahljóð hafi heyrst úr stúkunni í Bakú. Nokkurra mínútna töf var á leiknum á meðan leikmenn og starfslið Chelsea kvörtuðu til úkraínska dómarans Dmytro Kubriak.
Útlit var fyrir að unglingalið Chelsea myndi hætta leik en hann hélt áfram og endaði með 5-0 sigri. Jesse Derry skoraði tvívegis og fékk gult spjald fyrir að fagna á ögrandi hátt fyrir framan áhorfendur.
Chelsea sendi frá sér yfirlýsingu þar sem sagt er að leikmenn félagsins hafi orðið fyrir barðinu á kynþáttaníð. Formleg kvörtun hafi þegar verið send inn til UEFA.
Talsmaður Qarabag hefur beðið afsökunar fyrir hönd félagsins og sagt að málið sé litið alvarlegum augum.
Athugasemdir



