Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Arnar um Viktor Bjarka: Alltaf freistandi að taka unga leikmenn
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Það hefur talsvert verið rætt um Viktor Bjarka Daðason síðustu vikur en hann hefur stimplað sig inn í aðalliðshópinn hjá dönsku meisturunum í FCK. Hann skoraði gegn Dortmund í Meistaradeildinni í síðasta mánuði og lék i gær seinni hálfleikinn gegn Tottenham.

Hann er 17 ára og er gríðarlegt efni. Það voru vangaveltur um hvort hann yrði með A-landsliðnu eða U21 landsliðinu í komandi landsliðsverkefnum. Niðurstaðan varð hins vegar sú að hann verður með U19 sem fer til Rúmeníu og spilar þar í undankeppni EM. Hann hefur þegar spilað 23 leiki fyrir unglingalandsliðin og þar af eru sjö með U19.

Landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson var spurður út í Viktor Bjarka á fréttamannafundi í dag. Arnar var spurður hvort það væri freistandi að taka hann með í leiki A-landsliðsins gegn Aserbaísjan og Úkraínu.

„Það er alltaf freistandi að taka unga leikmenn, þið þekkið alveg mína sögu sem þjálfara. En það er líka mjög gott 'protocol' (í. samskiptareglur) innan veggja KSÍ varðandi hvernig á að díla við svona aðstæður þegar ungur og efnilegur leikmaður kemur fram og er að standa sig mjög vel. Það hefur reynst mjög vel í gegnum tíðina."

„Gísli Gotti og Daníel Tristan eru kannski nýjustu dæmin, hvort á að velja þá í A-landsliðið eða U21? Svo getum við farið aftur í tímann með Ísak (Bergmann), Hákon (Arnar) og Orra (Stein) og þar fram eftir götunum,"
sagði Arnar á fundinum.
Athugasemdir
banner
banner