Thelma Karen Pálmadóttir, leikmaður FH, hefur úr mörgum tilboðum að velja eftir tímabilið sem hún átti.
Þessi 17 ára gamli leikmaður sló í gegn í Bestu deildinni og var langefnilegasti leikmaður mótsins. Eftir að tímabilinu lauk spilaði hún svo sinn fyrsta leik fyrir Ísland.
Þessi 17 ára gamli leikmaður sló í gegn í Bestu deildinni og var langefnilegasti leikmaður mótsins. Eftir að tímabilinu lauk spilaði hún svo sinn fyrsta leik fyrir Ísland.
Hún hefur verið orðuð við nokkur félög en þar á meðal eru Roma á Ítalíu, Rosengård í Svíþjóð og Rosenborg í Noregi.
FH mun líklega fá góða upphæð fyrir hana en hún gæti orðið dýrasti leikmaður í sögu kvennaboltans á Íslandi.
Í fyrra seldi Valur landsliðsmarkvörðinn Fanney Ingu Birkisdóttur til Häcken í Svíþjóð. Í tilkynningu í kjölfarið sagði Björn Steinar Jónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, að upphæðin fyrir Fanneyju hefði ekki sést áður í íslenskum kvennabolta. Það var meira en 10 milljónir króna.
„Ég held að þetta gæti orðið metsala, ég heyrði það," sagði undirritaður í Uppbótartímanum á dögunum.
„Fanney Inga er metsala," sagði Adda Baldursdóttir en Fanney Inga kostaði meira en 10 milljónir króna.
„Fáum 20 milljónir," sagði Magnús Haukur Harðarson í þættinum en það er mikilvægt Thelma Karen, sem er gríðarlega efnilegur leikmaður, taki rétt skref á sínum ferli.
Athugasemdir


