Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ungir KA menn eiga ærið verkefni fyrir höndum í Grikklandi
Úr fyrri leik liðanna.
Úr fyrri leik liðanna.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Klukkan 15:30 tekur PAOK á móti KA í 2. umferð Evrópukeppni unglingaliða. PAOK varð grískur meistari í flokki unglingaliða og KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki 2024.

Þetta er seinni leikur liðanna og verður hann spilaður í Serres í Grikklandi. PAOK vann fyrri leik liðanna 2-0 í Boganum fyrir tveimur vikum síðan.

Það verður portúgalskt dómarateymi í leiknum, hinn 34 ára gamli Joao Goncalves verður með flautuna en hann hefur dæmt reglulega í portúgölsku úrvalsdeildinni á tímabilinu.

Á vef UEFA verður hægt að fylgjast með gangi mála í leiknum. Hér að neðan má sjá myndband sem veitir innsýn inn í aðstæður í Grikklandi.

KA sló út lettnesku meistarana í Jelgava til að komast í 2. umferð.


Athugasemdir
banner
banner