Real Madrid tapaði 1-0 gegn LIverpool í Meistaradeildinni í gær. Xabi Alonso, stjóri Real Madrid og fyrrum leikmaður Liverpool, var að vonum svekktur eftir leikinn.
„Við börðumst vel, Courtois hélt okkur inn í leiknum. Markið gaf þeim forskot en ég get ekki gagnrýnt liðið. Við förum héðan með vont bragð í munninum út af tapinu en við verðum að halda áfram," sagði Alonso.
Jude Bellingham er bjartsýnn þrátt fyrir tapið.
„Þeir voru mjög hættulegir í föstum leikatriðum. Það er lítið búið af tímabilinu, við vorum á enn verri stað í fyrra og komumst í gegnum það. Við getum ekki látið þetta eyðileggja það sem við erum að gera," sagði Bellingham.
Athugasemdir



