Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 22:46
Elvar Geir Magnússon
Udogie leikmaðurinn sem var hótað með byssu
Destiny Udogie kom til Tottenham frá Udinese 2022.
Destiny Udogie kom til Tottenham frá Udinese 2022.
Mynd: EPA
Tottenham hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem félagið staðfestir að Destiny Udogie hafi verið enski úrvalsdeildarleikmaðurinn sem var hótað með byssu af umboðsmanni.

Umboðsmaðurinn sem um ræðir var handtekinn eftir atvikið en það átti sér stað þann 6. september.

„Lögreglan var kölluð til klukkan 23:14 laugardaginn 6. september vegna tilkynningar um að manni hefði verið hótað með skotvopni," sagði í yfirlýsingu frá Lögreglunni í London.

Udogie er 22 ára og segir talsmaður Tottenham að Destiny og fjölskylda hans hafi fengið allan stuðning félagsins síðan atvikið átti sér stað.

Udogie á 75 leiki að baki fyrir Tottenham og byrjaði í Meistaradeildarleiknum gegn FC Kaupmannahöfn í kvöld. Hann á tólf landsleiki fyrir Ítalíu, hann fæddist á Ítalíu en er af nígerískum uppruna.
Athugasemdir
banner
banner