Liverpool vann Real Madrid í Meistaradeildinni í kvöld en þetta var annar sigur liðsins í röð eftir erfiða tíma að undanförnu. Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var í skýjunum eftir leikinn.
„Það var mikil orka og vinna í frammistöðunni í kvöld. Þeir unnu 14 af síðustu 15 leikjum sínum, þeir eru með mikill gæði. Við þekkjum styrkleika þeirra, hvernig þeir refsa, við höfum séð það undanfarnar vikur. Við þurftum að gera allt fullkomlega," sagði Van Dijk.
„Sundum fórum við neðarlega á völlinn og urðum að sætta okkur við það. Mér fannst við framkvæma allt fullkomlega."
Alexis Mac Allister skoraði eina mark leiksins með skalla en Liverpool óð í færum en Thibaut Courtois átti frábæran leik.
„Þetta var góður leikur gegn mjög góðu liði. Sigur en við vitum að það þýðir ekkert, við unnum deiildarkeppnina í fyrra en duttum svo fljótlega úr leik," sagði Mac Allister.
„Courtois er stórkostlegur markvörður, við vitum það öll. Hann átti nokkrar vörslur en við vorum betri og áttum sigurinn skilið."
Athugasemdir


