„Ég er ótrúlega spennt. Ég væri til í að byrja deildina á morgun," sagði Natasha Anasi sem gekk til liðs við Grindavík/Njarðvík í gær. Liðið spilar í Bestu deildinni næsta sumar eftir að hafa endað í 2. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar.
„Rabbi var í sambandi við okkur. Ég átti góðan fund með honum og Gylfa og leist vel á hvernig þeir vildu spila. Ég horfði aðeins á þær spila á síðasta ári, sérstaklega leikinn á móti HK. Ég var mjög hrifin af fótboltanum sem þær voru að spila. Þetta var auðveld ákvörðun því ég get komið með mína reynslu og passað vel inn í hópinn."
Natasha sagði að það hafi verið önnur lið sem höfðu áhuga.
„Það var eitthvað sem greip mig hérna svo ég gat ekki sagt nei. Ég fór fram og til baka og endaði alltaf hérna í Grindavík/Njarðvík," sagði Natasha.
Hún er að jafna sig eftir krossbandaslit en hún byrjar að æfa í janúar og vonast til að vera klár í fyrsta leik í sumar.
Athugasemdir























