Þrír af eftirsóttustu leikmönnum landsins koma úr liðunum sem féllu úr Bestu deild kvenna í sumar.
Þetta kom fram í Uppbótartímanum á dögunum.
Þetta kom fram í Uppbótartímanum á dögunum.
Þar var sagt frá því að mörg félög í Bestu deildinni væru á eftir Björgu Gunnlaugsdóttur, leikmanni FHL. Heyrst hefur að hún sé búin að semja við Þrótt í Reykjavík.
Þá eru Elísa Bríet Björnsdóttir og Birgitta Rún Finnbogadóttir einnig mjög eftirsóttar. Flest af félögunum í Bestu deildinni eru búnar að taka stöðuna varðandi þær.
Allar eru þær mjög efnilegar og hafa spilað með yngri landsliðum Íslands.
Hér fyrir neðan má hlusta á Uppbótartímann í heild sinni.
Athugasemdir


