Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   mið 05. nóvember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Stefán Marteinn
„Þetta eru frábærar fréttir. Félagið er að taka stórt skref í sinni stuttu sögu, ég gæti ekki verið sáttari," sagði Gylfi Tryggvason, þjálfari Grindavíkur/Njarðvíkur, um Natöshu Anasi en hún gekk til liðs við félagið í gær.

„Maður er svo ánægður að vera hluti af kvennaliði sem er að taka skref fram á við. Kvennaboltinn er búinn að vera svolítið í umræðunni í heiminum og á Íslandi. Við erum klárlega að taka skref fram á við með þessu."

Koma Natöshu er stórt fyrir Grindavík/Njarðvík sem verður nýliði í Bestu deildinni næsta sumar.

„Við getum byrjað á því að þetta er frábær leikmaður, einn besti hafsentinn í deildinni. Það er ótrúlega gott fyrir okkur að mögulega besti hafsent deildarinnar sé að velja að spila fyrir Grindavík/Njarðvík, það er stórt fyrir okkur," sagði Gylfi.

„Hún er óumdeild manneskja af öllum sem hafa spilað með henni, það tala allir eins um hana. Hún er frábær liðsfélagi, leiðtogi og í klefanum. Þetta eykur ennþá meiri sýnileika á liðinu. Þetta er frábær fyrirmynd sem er núna í okkar liði, við getum talað um það hvort þetta sé ekki innblástur fyrir ungar stelpur á Suðurnesjunum að fara æfa fótbolta. Að geta horft á landsliðskonu spila fyrir sitt lið sem maður dreymir um að spila fyrir í framtiðinni."

„Það voru margar ástæður fyrir því að vilja spila fyrir Grindavík/Njarðvík áður en hún kom. Er þetta auka ástæða? Já, klárlega. Viltu spila með frábærum leikmönnum í frábæru liði þar sem er geggjuð liðsheild og frábærir karakterar. Við pælum í þessu öllu, við erum ekki bara að leita að góðum leikmönnum, ef þú ert góður leikmaður en skítakarakter þá viljum við ekki fá þig."

Sjáðu viðtalið við Gylfa í heild hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner