Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mið 05. nóvember 2025 17:28
Elvar Geir Magnússon
Evrópukeppni unglingaliða: KA tapaði í Grikklandi
Úr fyrri leiknum sem fram fór í Boganum.
Úr fyrri leiknum sem fram fór í Boganum.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
PAOK 2 - 0 KA (Samtals: 4-0)
1-0 Antonios Aretis ('85)
2-0 Antonios Aretis ('89)

U19 lið KA er úr leik í Evrópukeppni unglingaliða en Akureyringar töpuðu 2-0 gegn PAOK í Grikklandi í dag. Þetta var seinni leikur liðanna og endaði einvígið 4-0.

Sóknarmaðurinn Antonios Aretis, sem er 17 ára, skoraði bæði mörk PAOK í leiknum í dag.

PAOK varð grískur meistari í flokki unglingaliða og KA varð Íslandsmeistari í 2. flokki á síðasta ári. KA sló út lettnesku meistarana í Jelgava til að komast í 2. umferð.

PAOK hafði gríðarlega yfirburði í leiknum í dag, átti til að mynda 25 marktilraunir gegn 2 hjá KA-mönnum.
Athugasemdir
banner