Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 06. desember 2017 17:15
Magnús Már Einarsson
Íslendingar búnir að sækja um 3550 miða á HM
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Íslenskir stuðningsmenn óskuðu alls eftir 3.550 miðum á leiki á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á fyrstu 24 tímum miðasölunnar sem hófst í gær. Þetta kemur fram í svari FIFA við fyrirspurn Vísis.

Hægt er að sækja um miða til 31. janúar en dregið verður út ef of margar umsóknir berast.

Varlega er áætlað að íslenskir stuðningsmenn fái í kringum 3200 miða á hvern leik en KSÍ hefur sótt um að fá fleiri miða fyrir íslenska stuðningsmenn.

Vísir greinir einnig frá því í dag að íslenskir stuðningsmenn hafi keypt 1365 miða í fyrsta hluta miðasölunnar sem fór fram í síðasta mánuði.

Leikir Íslands:
Laugardagur 16. júní Argentína - Ísland (Moskva)
Föstudagur 22. júní Nígería - Ísland (Volgograd)
Þriðjudagur 26. júní Ísland - Króatía (Rostov)

Sjá einnig:
Þetta eru vellirnir sem Ísland spilar á á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner