Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 07. september 2019 13:53
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Markvörður Ægis skoraði í úrslitaleiknum
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kormákur/Hvöt 1 - 1 Ægir
0-1 Zoran Cvitkovac ('30)
1-1 Francisco Miguel Ros Tovar ('44)
Rautt spjald: Francisco Tovar, Kormákur/Hvöt ('53)

Kormákur/Hvöt og Ægir mættust á Blönduósi í úrslitaleik í úrslitakeppni 4. deildar.

Mikill vindur var á vellinum og skoraði Zoran Cvitkovac, markvörður Ægis, fyrsta mark leiksins beint úr útsparki. Vindurinn feykti boltanum upp völlinn og skoppaði hann í blautu grasinu. Hann þaut yfir markvörð heimamanna og í netið.

Francisco Miguel Ros Tovar jafnaði fyrir heimamenn undir lok fyrri hálfleiks og fékk svo rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks.

Gestirnir frá Þorlákshöfn fengu kjörið tækifæri til að stela sigrinum þegar þeir fengu vítaspyrnu undir lokin en skotið framhjá. Skömmu áður höfðu tíu heimamenn komist nálægt því að skora en Zoran kom til bjargar.

Liðin mætast í Þorlákshöfn næsta miðvikudag. Hvíti riddarinn og Elliði eru að keppa í hinum úrslitaleiknum um sæti í 3. deild.

Markaskorarar af urslit.net
Athugasemdir
banner
banner