Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. janúar 2021 20:15
Aksentije Milisic
Donny van de Beek sagður pirraður hjá Man Utd - Vill ekki veita viðtöl
Mynd: Getty Images
Donny van de Beek, leikmaður Manchester United, hefur lítið sem ekkert fengið að spila hjá félaginu á þessari leiktíð.

Hann er sagður verða orðinn mjög pirraður á stöðu sinni hjá félaginu og að hann vilji ekki veita viðtöl. Hann þurfti að bíða allt til nóvember með að byrja sinn fyrsta deildarleik en síðan fékk hann ekki að spila eina einustu mínútu í jóla törninni.

Hollenska pressan sagði að de Beek ætti að pakka saman og fara frá félaginu ef hann fengi ekki að spila í undanúrslitaleiknum gegn Manchester City í deildabikarnum í vikunni sem tapaðist. De Beek kom inn á þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum.

Ronald de Boer hefur ráðlagt de Beek að tala við stjórnina og þjálfarann hjá United og fá stöðu sína á hreint. EM er á dagskrá næsta sumar og leikmaðurinn verði að spila leiki til þess að taka þátt í mótinu með Hollandi.

Alessandro Costacurta, goðsöng AC Milan, hefur ráðlagt United að skipta á de Beek og Christian Eriksen, leikmanni Inter Milan.


Athugasemdir
banner