Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
   fim 08. febrúar 2024 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var að plana að flytja upp á Skaga en svo breyttist allt snögglega
Gísli Eyjólfs tekst á við nýja og spennandi áskorun í Svíþjóð
Gísli Eyjólfsson.
Gísli Eyjólfsson.
Mynd: Halmstad
Gísli Eyjólfsson var í vikunni kynntur sem nýr leikmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Halmstad. Hann er annar leikmaðurinn sem Halmstad fær frá Íslandi í vetur því í síðasta mánuði fékk liðið Birni Snæ Ingason, besta leikmann Bestu deildarinnar 2023, í sínar raðir frá Víkingi.

Gísli hefur undanfarin ár verið algjör lykilmaður í liði Breiðabliks. Hann skoraði þrjú mörk í 15 Evrópuleikjum og sjö mörk í Bestu deildinni á liðinni leiktíð. Hann lagði upp fjögur mörk í deildinni, eitt í Evrópu og eitt í Mjólkurbikarnum.

Gísli ræddi í dag við Fótbolta.net um skiptin en hægt er að hlusta á spjallið í heild sinni í spilaranum fyrir ofan.

„Þetta leggst ótrúlega vel í mig. Það er virkilega gaman að fá nýja áskorun og gaman að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti," segir Gísli.

„Ég var búinn að frétta af áhuga um jólin, en svo var ekkert meira en það. Svo fór allt í gang í seinustu viku. Ég og Anna, kærasta mín, vorum búin að ræða það ef það myndi eitthvað svona koma upp, hvort við værum klár í ævintýri með börnunum í útlöndum. Þetta félag og þetta hverfi heillaði okkur mjög mikið."

Gísli, sem er 29 ára gamall, fær núna þetta spennandi tækifæri eftir að hafa verið einn besti leikmaður efstu deildar á Íslandi í fjölda ára.

„Það hefur alveg kitlað mann síðastliðið eitt eða tvö ár að prófa að fara erlendis. Það hefur gengið vel hjá Breiðabliki og það hefur verið einhver áhugi. Þegar þetta kom upp, þá var maður klár í það. Mér leið rosalega vel í Breiðabliki og var sáttur þar. Þetta þurfti að vera virkilega spennandi, heillandi og góður staður fyrir fjölskylduna. Ég vissi að það yrði langsótt að fara í atvinnumennsku á þessum tímapunkti. Það sem ég var að plana var að flytja upp á Skaga með fjölskylduna og hafa það kósý þar. En þegar þetta gerist, þá breytist allt með því," segir Gísli.
Athugasemdir
banner