Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 10. september 2018 08:30
Elvar Geir Magnússon
Ósóttir miðar á leikinn við Belgíu fara í sölu í dag
Icelandair
Strákarnir okkar mæta Belgum annað kvöld.
Strákarnir okkar mæta Belgum annað kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ósóttir miðar á leik Íslands og Belgíu fara í sölu mánudaginn 10. september klukkan 12:00 á tix.is.

Leikurinn við Belgíu, sem er fyrsti heimaleikur Íslands í nýrri Þjóðadeild UEFA, fer fram á Laugardalsvelli á morgun, þriðjudaginn 11. september kl. 18:45.

Belgía er eitt besta landslið heims en það vann Englendinga í leiknum um bronsið á HM í Rússlandi í sumar.

Íslendingar hófu leik í Þjóðadeildinni með því að fá skell gegn Sviss 6-0 síðasta laugardag.

Klukkan 10:30 sitja Erik Hamren landsliðsþjálfari og markvörðurinn Hannes Þór Halldórsson fyrir svörum á fréttamannafundi. Fundurinn verður í beinni hér á Fótbolta.net.

Eftir fundinn æfir íslenska liðið á Laugardalsvelli en síðar í dag mun belgíska liðið halda fjölmiðlaviðburð og æfa á vellinum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner