Man Utd til í að opna veskið fyrir Yildiz - Everton gæti reynt við Phillips - Liverpool hefur áhuga á Wharton
   fös 10. október 2025 22:03
Elvar Geir Magnússon
Andri Lucas í banni gegn Frökkum eftir tuð í dómaranum
Eimskip
Andri Lucas Guðjohnsen.
Andri Lucas Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Andri tuðar aðeins í dómaranum og fer í bókina góðu," skrifaði Kári Snorrason, fréttamaður Fótbolta.net, í textalýsingu úr 3-5 tapi Íslands gegn Úkraínu í kvöld.

Gula spjaldið sem Andri Lucas Guðjohnsen fékk á 41. mínútu gerir það að verkum að hann er kominn í leikbann og verður ekki með gegn Frakklandi á Laugardalsvelli á mánudagskvöld.

Lestu um leikinn: Ísland 3 -  5 Úkraína

„Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti," sagði Andri í viðtali við Sýn eftir leikinn.

Varðandi gula spjaldið sagði hann:

„Mér fannst það ekki alveg nógu sanngjarn dómur. Það koma 2-3 skipti þar sem mér fannst ég hafa átt að fá brot, en hann var ekki sammála. Ég hafði engan áhuga á að tala við hann, þannig að ég fékk gult fyrir það og já, það er svekkjandi að missa af næsta leik.“
Athugasemdir
banner