Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 10. nóvember 2018 21:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Godín tryggði Atletico dramatískan sigur
Godín var hetja Atletico.
Godín var hetja Atletico.
Mynd: Getty Images
Diego Jóhannesson.
Diego Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úrúgvæski miðvörðurinn Diego Godin var hetja Atletico Madrid þegar liðið lagði Athletic Bilbao að velli í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í einum af leikjum dagsins á þessum laugardegi.

Inaki Williams kom Bilbao tvisvar yfir í Madríd en Atletico jafnaði tvisvar og tryggði sér svo sigurinn í uppbótartíma.

Atletico er í öðru sæti deildarinnar, einu stigi á eftir Barcelona sem á leik til góða. Bilbao er í 17. sæti með tíu stig.

Valencia er komið upp í 14. sæti eftir 1-0 útisigur á Getafe. Dani Parejo skoraði eina markið úr vítaspyrnu á 81. mínútu.

Girona og Leganes skildu jöfn, 0-0. Sömu lokatölur voru í leik Valladolid og Eibar.

Hér að neðan eru öll úrslit dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Getafe 0 - 1 Valencia
0-1 Daniel Parejo ('81 , víti)
Rautt spjald:Bruno Gonzalez, Getafe ('79)

Girona 0 - 0 Leganes

Atletico Madrid 3 - 2 Athletic
0-1 Inaki Williams ('36 )
1-1 Thomas Teye Partey ('61 )
1-2 Inaki Williams ('64 )
2-2 Rodri Hernandez ('80 )
3-2 Diego Godin ('90 )

Valladolid 0 - 0 Eibar
Rautt spjald:Anaitz Arbilla, Eibar ('73)

Diego og félagar töpuðu stórt
Diego Jóhannesson kom inn á sem varamaður og spilaði síðustu 10 mínúturnar eða svo þegar Real Oviedo tapaði 4-0 gegn Deportivo La Coruna á útivelli í spænsku B-deildinni.

Real Oviedo er í 12. sæti deildarinnar. Deportivo La Coruna í öðru sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner