Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   þri 10. desember 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Romero gagnrýnir stjórnina fyrir að styrkja liðið ekki meira
Cristian Romero.
Cristian Romero.
Mynd: EPA
Cristian Romero, varnarmaður Tottenham, gagnrýnir stjórn félagsins fyrir að hafa ekki styrkt leikmannahóp félagsins meira.

Romero hefur varið stjórann Ange Postecoglou sem legið hefur undir gagnrýni og í viðtali við Telemundo Deportes á Spáni segir argentínski varnarmaðurinn að Tottenham sé að verða undir í samkeppninni því félagið sé ekki nægilega öflugt á markaðnum.

„Manchester City keppir á hverju ári, þið sjáið hvernig Liverpool og Chelsea styrkja liðin sín. Þið sjáið hvernig þessum liðum er að ganga, það er eitthvað til að fylgja. Það er eitthvað sem er ekki að virka og vonandi gerir stjórnin sér grein fyrir því," segir Romero.

Tottenham er óvænt í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar, með 20 stig eftir 15 umferðir en liðið tapaði gegn Chelsea um helgina.

„Vonandi gerir fólk sér grein fyrir því hverjir bera ábyrgðina og við getum tekið framförum því þetta er frábært félag sem gæti alveg auðveldlega verið að berjast um titla á hverju ári."
Athugasemdir
banner
banner