Kylian Mbappé hefur farið vel af stað á sínu öðru tímabili hjá Real Madrid og hefur komið að 16 mörkum í 10 leikjum í öllum keppnum.
Mbappé segir að sín stærsta fyrirmynd í fótboltaheiminum sé Cristiano Ronaldo, goðsagnakenndur framherji Real Madrid sem leikur í dag með Al-Nassr og portúgalska landsliðinu.
„Cristiano Ronaldo hefur alltaf verið fyrirmyndin mín, ég lít mikið upp til hans. Ég tala reglulega við hann og er mjög heppinn með það, hann gefur mér ráðleggingar og hjálpar mér. Hann er númer eitt," sagði Mbappé við Movistar í dag.
„Þegar fólk hugsar um Real Madrid þá hugsar það um Cristiano. Enn þann dag í dag er fólk að dreyma og tala um Cristiano."
Ronaldo kom að 581 marki í 438 leikjum með Real Madrid, sem er ótrúleg tölfræði.
09.10.2025 20:15
Mbappé og Vinícius farnir að þekkja betur á hvorn annan
Athugasemdir