Donny van de Beek var keyptur til Manchester United árið 2020 frá Ajax og voru talsverðar væntingar gerðar til hollenska miðjumannsins.
Hann náði aldrei að stimpla sig almennilega inn í lið United og fór í sumar til Girona á Spáni. Van de Beek var keyptur á 35 milljónir punda en var seldur til Girona á upphæð sem getur mest orðið um 7,5 milljónir punda í sumar.
Hann náði aldrei að stimpla sig almennilega inn í lið United og fór í sumar til Girona á Spáni. Van de Beek var keyptur á 35 milljónir punda en var seldur til Girona á upphæð sem getur mest orðið um 7,5 milljónir punda í sumar.
„Girona er fallegt félag þar sem spilaður er góður fótbolta, ég held að ég geti hjálpa og er að leggja hart á mig til að gera það," sagði Hollendingurinn við ESPN
Meiðsli settu strik í reikninginn hjá Van de Beek og fór hann á láni til Everton og Frankfurt frá United. Hann fékk svo ekki mikið að spila þegar hann var heill og í leikmannahópnum á Old Trafford.
„Það er í fortíðinni, en ekki eitt slæmt orð um það félag. Auðvitað spilaði ég ekki mikið, en ég lærði mikið. Ég var með góða leikmenn í kringum mig og gott fólk hjá félaginu. Ég mun taka þetta með mér áfram í framtíðina," sagði sá hollenski.
Hann er 27 ára og er strax farinn að láta að sér kveða á Spáni, þó að hann hafi reyndar einungis komið við sögu í einum af fyrstu fjórum leikjum Girona til þess á tímabilinu. Hjá United skoraði hann tvö mörk og lagði upp tvö í 62 leikjum eftir að hafa komið að 75 mörkum í 175 leikjum með Ajax.
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Barcelona | 8 | 7 | 0 | 1 | 25 | 9 | +16 | 21 |
2 | Real Madrid | 8 | 5 | 3 | 0 | 17 | 6 | +11 | 18 |
3 | Villarreal | 8 | 5 | 2 | 1 | 17 | 15 | +2 | 17 |
4 | Atletico Madrid | 8 | 4 | 4 | 0 | 12 | 4 | +8 | 16 |
5 | Athletic | 8 | 4 | 2 | 2 | 12 | 8 | +4 | 14 |
6 | Mallorca | 8 | 4 | 2 | 2 | 8 | 6 | +2 | 14 |
7 | Osasuna | 8 | 4 | 2 | 2 | 12 | 13 | -1 | 14 |
8 | Betis | 8 | 3 | 3 | 2 | 8 | 7 | +1 | 12 |
9 | Vallecano | 8 | 2 | 4 | 2 | 9 | 8 | +1 | 10 |
10 | Celta | 8 | 3 | 1 | 4 | 15 | 15 | 0 | 10 |
11 | Alaves | 8 | 3 | 1 | 4 | 11 | 12 | -1 | 10 |
12 | Girona | 8 | 2 | 3 | 3 | 9 | 11 | -2 | 9 |
13 | Sevilla | 8 | 2 | 3 | 3 | 8 | 10 | -2 | 9 |
14 | Leganes | 9 | 1 | 5 | 3 | 5 | 9 | -4 | 8 |
15 | Real Sociedad | 8 | 2 | 2 | 4 | 6 | 7 | -1 | 8 |
16 | Getafe | 8 | 1 | 4 | 3 | 5 | 6 | -1 | 7 |
17 | Espanyol | 8 | 2 | 1 | 5 | 7 | 12 | -5 | 7 |
18 | Valencia | 9 | 1 | 3 | 5 | 5 | 13 | -8 | 6 |
19 | Valladolid | 8 | 1 | 2 | 5 | 4 | 17 | -13 | 5 |
20 | Las Palmas | 8 | 0 | 3 | 5 | 9 | 16 | -7 | 3 |
Athugasemdir