Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 14. apríl 2019 12:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ralph Krueger stígur niður úr formannsstól Southampton
Ralph Krueger (til hægri) ásamt Ivan Gazidis, fyrrverandi framkvæmdastjóra Arsenal.
Ralph Krueger (til hægri) ásamt Ivan Gazidis, fyrrverandi framkvæmdastjóra Arsenal.
Mynd: Getty Images
Southampton er búið að staðfesta brottför Ralph Krueger sem hefur verið formaður félagsins í fimm ár.

Krueger er 59 ára gamall og hefði samningur hans við félagið runnið út í sumar. Hann er búinn að láta af störfum og mun því ekki klára tímabilið.

Krueger, sem er fyrrverandi atvinnumaður í íshokkí, sinnti starfi sínu vel og eru eigendur Southampton sérstaklega hrifnir af honum.

„Ralph lagði stoðirnar að Southampton félaginu sem við þekkjum í dag. Ég og fjölskylda mín munum ávalt vera þakklát Ralph fyrir allt sem hann hefur gert fyrir þetta félag," sagði Katharina Liebherr, minnihlutaeigandi í Southampton. Gao Jisheng, meirihlutaeigandi, tók í svipaða strengi.

Southampton virtist ætla að falla eftir slæman fyrri hluta tímabils en Ralph Hasenhüttl tók við í desember og tókst að snúa gengi liðsins algjörlega við. Liðið er búið að vinna 8 leiki, gera 5 jafntefli og tapa 7 undir hans stjórn.
Athugasemdir
banner
banner