Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 15:16
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Eyjamenn neita að tjá sig - „Ýmislegt ósagt og óskiljanleg þögn"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Þeir eiga sér víst allskonar ,,málsbætur
'Þeir eiga sér víst allskonar ,,málsbætur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir tæpum tveimur vikum síðan ákvað Þorlákur Árnason að segja upp sem þjálfari ÍBV. Tíðindin komu mjög á óvart og Láki sagði í kjölfarið að ástæðan fyrir ákvörðuninni hefði verið ráðning félagsins á Alex Frey Hilmarssyni, fyrirliða liðsins, sem framkvæmdastjóra fótboltadeildarinnar.

Fótbolti.net hefur ítrekað óskað eftir viðbrögðum frá formanni fótboltadeildar, Magnúsi Sigurðssyni, og einnig frá Alex sjálfum, en án árangurs.

Fótbolti.net óskaði eftir viðbrögðum frá reynslumiklum leikmanni liðsins, en sá vildi ekki tjá sig þar til eftir að félagið gerði það.

„Ég fékk langt bréf um þetta Láka-mál. Það er ýmislegt ósagt og óskiljanleg þögn Eyjamanna, þeir eiga sér víst allskonar „málsbætur". Láki var víst mjög meðvitaður um þetta allt saman (ráðninguna á Alex) og búinn að fara á fund, en svo snýst honum, samkvæmt þeim Eyjamönnum sem ég hef talað við, hugur. Þeir ætla leyfa Láka að eiga umræðuna," sagði Tómas Þór Þórðarson í Útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

„Á meðan trúum við bara Láka," sagði Elvar Geir.
Útvarpsþátturinn - Óli Jó og er hægt að bæta Bestu?
Athugasemdir
banner
banner