Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 15:25
Elvar Geir Magnússon
Ben White frá í mánuð hið minnsta
Mynd: EPA
Varnarmaðurinn Ben White verður frá í mánuð hið minnsta eftir að hafa meiðst aftan í læri í sigrinum dramatíska gegn Úlfunum á laugardaginn.

Þessi 28 ára leikmaður fór í myndatöku í gær og þar kom í ljós að hann verður frá í fjórar til fimm vikur. Myles Lewis-Skelly kom inn sem varamaður á laugardag eftir meiðsli White.

Það eru meiðsli að hrjá varnarmenn Arsenal. Cristhian Mosquera verður mögulega frá fram í miðjan janúar og Gabriel þar til seint í þessum mánuði.

William Saliba er hinsvegar kominn af meiðslalistanum og lék gegn Úlfunum.

Það er ekki bara varnarlega sem meiðsli hafa leikið Arsenal grátt. Kai Havertz hefur misst af stærstum hluta tímabilsins vegna meiðsla í hné
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
15 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner