| mán 15.des 2025 16:00 Mynd: Yeoman |
|
Jólagjöfin fyrir hana fæst í Yeoman
Hátíðarlína Hildar Yeoman er uppfull af draumkenndum og fallegum prentum, glitrandi pallíettu flíkum, blúndukjólum, mjúkum prjónapeysum og handgerðu skarti.
Hildur Yeoman hannar föt fyrir konur af öllum stærðum og gerðum og leggur metnað í að skapa umhverfi sem rúmar alla.

Hönnun Hildar hefur verið áberandi bæði innan og utan landsteinanna og er Hildur þekkt fyrir draumkennd prent, falleg snið og litadýrð.
Hildur hefur hefur klætt fjöldann allan af áhugaverðum konum sem standa margar hverjar fremstar meðal jafningja á heimsvísu, m.a. Venus Williams, Taylor Swift, Laufey, Raye, Elizabeth Hurley, Sveindísi Jane, Glódís Perla, Ashley Graham og Björk.
Núna fyrir jólin gaf Hildur út hátíðartímarit með nokkrum konum sem veita henni innblástur, þetta eru listakonurnar Erla Þórarins og Hekla Nína, leikkonan Berglind Alda og fleiri frábærar konur. Hátíðarblaðið er skemmtileg leið fyrir okkur til að documenta fatalínurnar, við tökum alltaf svo mikið af skemmtilegum myndum með ljósmyndaranum Sögu Sigurðardóttur og fleiri frábæru fagfólki, þessar myndatökur og að kynnast þessum frábæru konum og þeirra jólahefðum kemur okkur hjá Yeoman í jólagírinn.

Svo er fátt skemmtilegra en að taka á móti fólki á Laugaveginum í desember, hjálpa konum að finna hinn fullkomna jólakjól eða að aðstoða herrana við að finna fullkomna gjöf fyrir konurnar í þeirra lífi.
Verslunin er að Laugaveg 7.

