Amorim hleypir Mainoo ekki burt - Tottenham vill Van Hecke og Thiago - Gæti Xavi tekið við Tottenham?
   mán 15. desember 2025 16:15
Elvar Geir Magnússon
Rúmlega tvöfaldar laun sín
Alexis Saelemaekers.
Alexis Saelemaekers.
Mynd: EPA
Alexis Saelemaekers hefur skrifað undir nýjan og endurbættan samning við AC Milan og er nú samningsbundinn til 2031.

Samningurinn tekur gildi næsta sumar en þá munu laun hans rúmlega tvöfaldast. La Gazzetta dello Sport segir hann þéna 1,2 milljónir evra fyrir tímabilið en það hækki í 3 milljónir.

„Síðan hann kom til ACokkar í janúar 2020 hefur hann vaxið með hverju tímabili. Hann er mikill fagmaður og flottur talsmaður félagsins innan sem utan vallar," segir í tilkynningu AC Milan.

Saelemaekers er 26 ára gamall belgískur landsliðsmaður og hefur verið í stóru hlutverki undir stjórn Massimiliano Allegri. Hann hefur byrjað alla fimmtán deildarleikina á tímabilinu.

Hans helsta staða er hægri vængbakvörður en er með fjölhæfni, getur spilað á miðjunni og líka í fremstu víglínu.


Athugasemdir