Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   mið 17. apríl 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea búið að virkja framlengingu hjá Fernández og Mudryk
Mynd: EPA
Chelsea er búið að virkja framlengingu á samningum Enzo Fernández og Mykhailo Mudryk við félagið.

Samningar þeirra áttu upprunalega að gilda til 2030 og 2031 en samkvæmt ársskýrslu enska fótboltasambandsins eru leikmennirnir nú samningsbundnir til 2031 og 2032.

Mudryk er því samningsbundinn Chelsea næstu sjö árin, eða til 2031, á meðan Fernandez er samningsbundinn félaginu næstu átta árin.

Chelsea virkjaði samningsákvæðin í fyrra til að tryggja sér aukaár af samningi hjá báðum leikmönnum, sem eru jafnaldrar. Þeir eru báðir fæddir í janúar 2001.
Athugasemdir
banner
banner