Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. febrúar 2021 21:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Langþráðar mínútur fyrir Andra Fannar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fóru fram þrír leikir í deild þeirra bestu á Ítalíu á þessum laugardegi.

Miðjumaðurinn Andri Fannar Baldursson fékk langþráðar mínútur þegar Bologna gerði jafntefli við Sassuolo á útivelli.

Aaron Hickey fékk að líta rauða spjaldið á 30. mínútu leiksins en þá var staðan 1-0 fyrir Bologna. Sassuolo jafnaði metin á 52. mínútu en þar við sat. Tíu leikmenn Bologna náðu að halda út. Andri Fannar kom inn á sem varamaður á 81. mínútu og voru það hans fyrstu mínútur í ítölsku úrvalsdeildinni í um tvo mánuði.

Bologna er í 12. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig. Sassuolo er í áttunda sæti.

Lazio hafði betur gegn Sampdoria þar sem Luis Alberto skoraði sigurmarkið. Lazio er komið upp í fjórða sæti með 43 stig en liðin í fimmta og sjötta sæti, Juventus og Napoli, eru stutt frá og eiga tvo leiki til góða á Lazio. Sampdoria er í tíunda sæti.

Þá skildu Genoa og Hellas Verona jöfn, 2-2. Verona komst tvisvar yfir í leiknum en náði ekki að klára hann. Verona er í níunda sæti og Genoa í 11. sæti.

Sassuolo 1 - 1 Bologna
0-1 Roberto Soriano ('17 )
1-1 Francesco Caputo ('52 )
Rautt spjald: Aaron Hickey, Bologna ('30)

Lazio 1 - 0 Sampdoria
1-0 Luis Alberto ('24 )

Genoa 2 - 2 Verona
0-1 Ivan Ilic ('17 )
1-1 Eldor Shomurodov ('48 )
1-2 Davide Faraoni ('61 )
2-2 Milan Badelj ('90 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner