Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 20. júní 2020 11:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Newcastle nær samkomulagi við sex leikmenn
Samningur Carroll endar 30. júní. Hann hefur samþykkt að klára tímabilið með Newcastle.
Samningur Carroll endar 30. júní. Hann hefur samþykkt að klára tímabilið með Newcastle.
Mynd: Getty Images
Newcastle hefur komist að samkomulagi við sex leikmenn sem eru að renna út á samningi í lok þessa mánaðar um að halda áfram að spila með liðinu og klára yfirstandandi tímabil.

Andy Carroll, Matty Longstaff og Javier Manquillo eru allir samningslausir 1. júlí, en þeir ætla að halda áfram að spila með liðinu. Sömu sögu er að segja af Danny Rose, Nabil Bentaleb og Valentino Lazaro sem eru allir í láni hjá félaginu.

„Allir leikmennirnir okkar, lánsmennirnir og þeir sem eru að verða samningslausir, samþykktu að spila áfram og vera út tímabilið. Það er augljóslega gott fyrir okkur," segir Steve Bruce, knattspyrnustjóri Newcastle.

Eins og allir vita þá lengdist tímabilið vegna kórónuveirufaraldursins og klárast enska úrvalsdeildin væntanlega ekki fyrr en í lok júlí.

Newcastle er í 14. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, en liðið spilar á morgun gegn Sheffield United. Eigendaskipti hafa verið í loftinu hjá Newcastle síðustu vikur, en þau hafa ekki enn gengið í gegn því enn er ekki komið leyfi frá ensku úrvalsdeildinni. Krónprinsinn frá Sádi Arabíu, Mohamed Bin Salman, fer fyrir hópi fjárfesta sem standa að kaupunum.

Sjá einnig:
Newcastle búið að bjóða Longstaff stórkostlegan samning
Eigendaskipti Newcastle í hættu
Athugasemdir
banner
banner