Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
   lau 22. júní 2019 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Jói Kalli: Það er ekkert panikk
Jóhannes Karl hefur komið sterkur inn í Pepsi Max-deildina með Skagamönnum. Ekki ólíkt því þegar hann spilaði fyrst fyrir ÍA í efstu deild hér á landi sem leikmaður fyrir rúmlega 20 árum.
Jóhannes Karl hefur komið sterkur inn í Pepsi Max-deildina með Skagamönnum. Ekki ólíkt því þegar hann spilaði fyrst fyrir ÍA í efstu deild hér á landi sem leikmaður fyrir rúmlega 20 árum.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ÍA var ekki sáttur eftir 0-2 tap sinna manna gegn HK í Pepsi Max-deildinni. Þetta var þriðji tapleikur ÍA í röð í deildinni og sá fjórði í öllum keppnum.

Skagamenn fóru gríðarlega vel af stað í sumar og eru áfram í 3. sæti deildarinnar þrátt fyrir slakt gengi.

„Ég er gríðarlega vonsvikinn að hafa tapað hérna. Það var fullt af fólki sem mætti til að styðja við bakið á okkur og við vorum ekki klárir í þetta. Mér fannst HK hafa yfirhöndina í því sem þeir ætluðu að stýra í leiknum," sagði svekktur Jói Kalli að leikslokum.

„Það skiptir ekki máli hvaða leikkerfi þú ert að spila, fyrsta markið hjá HK er alltof auðvelt. Varnarleikurinn var ekki nógu góður. Ég er svekktur yfir því hvað við erum búnir að fá mikið af mörkum á okkur, við höfum verið að byggja okkar leik á ansi grimmum og öflugum varnarleik. Þetta er alltof mikið af mörkum sem við erum að fá á okkur og við vinnum ekki fótboltaleiki ef við verjumst ekki betur en þetta."

Jóhannes segist ekki vera smeykur varðandi framhaldið þrátt fyrir þetta mikla hrun hjá Skagamönnum undanfarnar vikur.

„Það er stutt á milli í þessu. Við sýndum í byrjun tímabils að við getum varist almennilega og við getum skorað mörk. Við höfum ekki náð að stilla okkur nógu vel af í undanförnum leikjum sem er gríðarlega svekkjandi. Það er ekkert panikk, við erum búnir að safna fullt af stigum en við viljum fara að verjast almennilega eins og lið aftur og við viljum fara að vinna leiki aftur.

„Við þurfum að gera mikið betur en þetta."


Þórður Þorsteinn Þórðarson var rekinn af velli undir lok leiksins þegar hann fékk tvö gul spjöld á innan við einni mínútu.

„Það er virkilega svekkjandi að missa mann útaf. Við verðum að sýna aga og halda haus alveg sama hvað gengur á í leikjunum."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner