Norska félagið Sandefjord hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að Stefán Ingi Sigurðarson var dæmdur í þriggja leikja bann eftir að hafa fengið rautt spjald í leik gegn Viking frá Stafangri.
Stefán Ingi fékk rautt spjald og tveggja leikja bann, Sandefjord áfrýjaði dómnum en áfrýjuninni var hafnað og Stefán fékk aukaleik ofan á bannið.
Atvikið sem Stefán fékk rautt fyrir má sjá hér fyrir neðan en á heimasíðu Sandefjord er því lýst svona: Eftir baráttu í eigin vítateig reynir leikmaður okkar að standa upp, á sama tíma og leikmaður Viking togar hann niður. Leikmaður okkar reynir að ýta andstæðingnum frá sér með framhandleggnum, svo að hann geti staðið upp.
Í skýrslu dómarans er Stefán hinsvegar sakaður um að hafa reynt að sparka til mótherjans og að hafa slegið hann í höfuðið.
Stefán Ingi fékk rautt spjald og tveggja leikja bann, Sandefjord áfrýjaði dómnum en áfrýjuninni var hafnað og Stefán fékk aukaleik ofan á bannið.
Atvikið sem Stefán fékk rautt fyrir má sjá hér fyrir neðan en á heimasíðu Sandefjord er því lýst svona: Eftir baráttu í eigin vítateig reynir leikmaður okkar að standa upp, á sama tíma og leikmaður Viking togar hann niður. Leikmaður okkar reynir að ýta andstæðingnum frá sér með framhandleggnum, svo að hann geti staðið upp.
Í skýrslu dómarans er Stefán hinsvegar sakaður um að hafa reynt að sparka til mótherjans og að hafa slegið hann í höfuðið.
Sandefjord furðar sig á þessari niðurstöðu og segist finna til með Stefáni fyrir þessar ósanngjörnu ásakanir. Félagið finnst framkoman í sín garð vera slæm, bæði frá norska fótboltasambandinu og dómurum leiksins.
„Ég hef aldrei á mínum ferli, eða í lífi mínu, slegið neinn eða reynt að meiða hann. Hvorki innan né utan fótboltavallarins,“ segir Stefán í yfirlýsingu Sandefjord.
Stefán, sem er fyrrum leikmaður Breiðabliks, hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni og er með fimm mörk og eina stoðsendingu. Sandefjord er í sjöunda sæti með tólf stig að loknum sjö umferðum.
Sandefjord fyrer løs mot NFF etter at Sigurðarson får TRE (!) kampers karantene for utvisninga i Stavanger 16. mai.
— Kjetil (@Kjetil_B) May 23, 2025
Helt absurd av idotene på Ullevaal.https://t.co/IMayZPY5s3 pic.twitter.com/psnIdFOMbv
Athugasemdir