Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
banner
   lau 26. júlí 2025 11:15
Brynjar Ingi Erluson
Hollendingarnir færast nær Chelsea
Xavi Simons er á leið til Chelsea
Xavi Simons er á leið til Chelsea
Mynd: EPA
Viðræður Chelsea um hollensku leikmennina Jorrel Hato og Xavi Simons eru komnar langt á veg og styttist óðum í samkomulag.

Hato er 19 ára gamall varnarmaður sem hefur verið að gera það gott með Ajax undanfarið og er þá fastamaður í hollenska landsliðshópnum.

Samkvæmt Romano hefur Chelsea náð samkomulagi við Hato um kaup og kjör, en nú er unnið að því að ganga frá viðræðum við Ajax.

Xavi Simons, liðsfélagi Hato í hollenska landsliðinu, er einnig að færast nær Chelsea, en samkvæmt Romano eru viðræður Chelsea og Leipzig komnar langt á veg.

Simons, sem er 22 ára gamall, er áfram í viðræðum við Chelsea um samningamál, og miðar þeim áfram.

Áætlað er að Chelsea greiði samanlagt tæpar 80 milljónir punda fyrir leikmennina.
Athugasemdir