Newcastle leitar að mögulegum arftaka Isak - Man City aftur á eftir Livramento - Shaw til Sádi-Arabíu?
   lau 26. júlí 2025 06:00
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Hlustaðu í BEINNI - 12:00 Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum. Elvar Geir og Tómas Þór stýra þættinum og með þeim í dag er Valur Gunnarsson.

Smelltu hér til að hlusta á X977 í beinni

Gestur þáttarins er Nikolaj Hansen, sóknarmaður Víkings, en Víkingar eru nýkomnir frá Albaníu þar sem þeir töpuðu 2-1 í fyrri leik sínum gegn Vllaznia í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Farið er yfir Evrópuleiki vikunnar, fréttir og slúður úr íslenska boltanum, Bestu deildina og Lengjudeildina. Einnig er rætt um dómgæsluna og umræðu um VAR.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner