Darwin Nunez og Luis Díaz eru ekki í hópnum hjá Liverpool sem mætir AC Milan í æfingaleik í Hong Kong í dag.
Nunez hafði skorað fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum Liverpool á undirbúningstímabilinu en það kemur svo sem lítið á óvart að hann sé ekki með.
Liverpool ætlar að selja hann í þessum glugga og samkvæmt Fabrizio Romano er áhugi frá Sádi-Arabíu og Ítalíu.
Díaz, sem hefur spilað lykilhlutverk hjá Liverpool síðan hann kom frá Porto fyrir þremur árum, er ekki heldur með. Liverpool er í viðræðum við þýska félagið Bayern München, en samkvæmt þýsku miðlunum er Bayern að undirbúa nýtt og endurbætt tilboð eftir að 58,5 milljóna punda tilboði var hafnað.
Hugo Ekitike, nýjasti leikmaður Liverpool, er ekki með á meðan Florian Wirtz spilar í fyrsta sinn fyrir framan stuðningsmenn félagsins.
Varnarmaðurinn Joe Gomez er ekki heldur í hópnum, en hann er farinn aftur til Englands vegna meiðsla í hásin.
Here's how the Reds line-up in Hong Kong ????????
— Liverpool FC (@LFC) July 26, 2025
Watch the game LIVE on All Red Video ?? #LFCPreSeason
Athugasemdir