Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 23. október 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Eins og valdeflandi skilaboð fyrir Stefán Teit því hann allt í einu varð miklu betri"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur Þórðarson var keyptur til Silkeborg frá ÍA undir lok félagaskiptagluggans. Stefán er miðjumaður og var frammistaða hans í sumar til umræðu í Pepsi Max stúkunni í gærkvöldi.

„Samkvæmt heimildum var Stefán búinn að taka ákvörðun um að fara í KR ef hann yrði á Íslandi. Síðan kemur þetta upp og hann er farinn erlendis," sagði Guðmundur Benediktsson.

Stefán skoraði átta mörk í sautján leikjum í deildinni í sumar. Á síðustu leiktíð skoraði hann eitt mark í tuttugu deildarleikjum.

„Sko. Með Stefán Teit, það að hann hafi heyrt að Breiðablik og einhver lið væru að skoða hann rétt fyrir mót og að hann kostaði sex milljónir. Þá var það eins og þetta væru valdeflandi skilaboð fyrir hann því hann allt í einu varð miklu betri," sagði Hjörvar Hafliðason.

„Ég verð að gefa Óskari Hrafni Þorvaldssyni það að hann var fyrsti maðurinn til að tala um hvað Stefán væri rosalegur. Mér fannst hann aldrei meira en fínn," bætti Hjöbbi við.

„Eins og að horfa á hann á síðustu leiktíð og miðað við þessa er það eins og svart og hvítt," sagði Gummi. „Kannski þess vegna ætlaði hann í KR."

„Ég er eiginlega sammála Hjörvari. Maður fagnar því og þessi drengur er greinilega með hausinn fast skrúfaðan á því margir sem heyra af áhuga liða þeir missa hausinn og eru með fýlusvip eða ofmetnast. Hann hefur fattað að hann væri drullugóður í fóbolta,"
sagði Máni Pétursson.

„Hann byrjar mótið á að hamra boltanum í vinkilinn gegn KA. Það gaf tóninn í þetta hjá honum í sumar," sagði Hjöbbi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner