Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
   fim 23. október 2025 12:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Matti Villa í nýtt hlutverk hjá Víkingi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í gær greindi Matthías Vilhjálmsson frá þvi að leikur Víkings og Vals á laugardag verði lokaleikur hans á leikmannaferlinum. Afar farsælum leikmannaferli er að ljúka, Matthías var atvinnumaður í Noregi og hefur unnið fjölda titla á ferlinum, og nú í dag tilkynnti Víkingur að Matthías sé kominn í nýtt hlutverk hjá félaginu.

Matthías, sem er 38 ára, mun þjálfa 2. og 3. flokk karla hjá Víkingi ásamt því að sinna afreksþjálfun og halda utan um þróun efnilegra leikmanna.

Tilkynning Víkings
Kæru Víkingar. Knattspyrnudeild Víkings tilkynnir með stolti að Matthías Vilhjálmsson er kominn í nýtt hlutverk hjá félaginu en hann mun þjálfa 2. og 3. flokk karla ásamt því að sinna afreksþjálfun og halda utan um þróun efnilegra leikmanna.

Með því að fá Matta í þjálfarahópinn fær félagið að njóta góðs af ómetanlegri reynslu og þekkingu hans, ásamt því að iðkendur, undir hans leiðsögn, munu læra um vinnusemi, aga, auðmýkt, það að gefast aldrei upp og hvað það er að vera sigurvegari.

Eins og kunnugt er mun Matthías leggja skóna á hilluna um helgina en framtíðin er heldur betur björt, framtíðin er Hamingja.
Athugasemdir
banner
banner