Gera lokatilraun til að lokka Bruno Fernandes - Höjlund til Napoli - Rodgers aftur í úrvalsdeildina?
   sun 24. ágúst 2025 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Frammistaða Man Utd „opnaði gömul sár"
Kobbie Mainoo fékk ekki tækifæri í dag
Kobbie Mainoo fékk ekki tækifæri í dag
Mynd: EPA
Gary Neville, fyrrum leikmaður Man Utd, hefur miklar áhyggjur af liðinu eftir jafntefli gegn Fulham í dag.

Liðið er með eitt stig en það var bjartsýni hjá stuðningsmönnum liðsins eftir naumt tap gegn Arsenal í fyrstu umferð. Liðið átti hins vegar erfitt uppdráttar í dag.

„Bjartsýnin mín minnkaði svolítið því mér fannst nokkur gömul sár opnast aftur. Markmaðurinn er enn óöruggur í hornum sem má ekki halda áfram því kvíðinn magnast," sagði Neville.

Ruben Amorim var gagnrýndur fyrir að setja Manuel Ugarte inn á frekar en Kobbie Mainoo. Mount var færður niður við hlið Bruno Fernandes í seinni hálfleik.

„United þarf að kaupa miðjumann. Ég hefði haldið að Mainoo hefði getað stigið upp en það er ljóst að Ruben Amorim er ekki hrifinn af honum. Hann byrjar með Casemiro og Bruno Fernandes, hann setur Mason Mount þarna og setur Ugarte inn á fyrir framan hann sem segir manni að hann er fjórði kostur."

„Þeir þurfa að kaupa einhvern annars verður þetta vandamál. Hellingur af plássi opnast og Fulham refsaði United nokkrum sinnum í seinni hálfleiik. Bruno Fernandes er hluti af því og Amorim verður að redda þessu," sagði Neville að lokum.
Athugasemdir
banner