Pochettino að missa starfið? - Man Utd tilbúið að losa sig við Antony og fleiri - Mörg lið berjast um Palhinha - De Bruyne vill MLS frekar en...
banner
   lau 25. mars 2023 21:31
Ívan Guðjón Baldursson
U19 kemst á EM í fyrsta sinn með sigri gegn Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét

Ljóst er að U19 ára landsliði Íslands nægir sigur gegn Ungverjalandi á þriðjudaginn til að tryggja sér þátttöku á lokamóti EM í fyrsta sinn í sögunni.


Þetta er ljóst eftir jafnteflisleik Tyrkja og Ungverja sem lauk rétt í þessu og gerir út um vonir Tyrkja að ná í meira en 5 stig úr milliriðlinum.

Ísland vann óvæntan sigur á heimamönnum á Englandi fyrr í dag og er því á toppi riðilsins með fjögur stig, eftir jafntefli við Tyrkland í fyrstu umferð.

England er í öðru sæti með þrjú stig og þarf helst sigur gegn Tyrkjum í lokaumferðinni til að eiga möguleika á að komast á lokamótið.

Tyrkland U19 1 - 1 Ungverjaland U19
0-1 G. Jurek ('73)
1-1 E. Demir ('85)

Riðill 7:
1. Ísland - 4 stig
2. England - 3 stig
3. Tyrkland - 2 stig
4. Ungverjaland - 1 stig

Noregur og Portúgal eru búin að tryggja sér farmiða á lokamótið en Ítalía, Spánn, Grikkland og Pólland verma toppsæti sinna riðla ásamt Íslandi.

Mótið sjálft fer fram á Möltu dagana 3.-16. júlí og fær U19 landslið Möltu því sjálfkrafa þátttökurétt.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner