Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 26. janúar 2023 16:51
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bielsa mættur til Englands
Myndir náðust af Marcelo Bielsa mæta í dag á Heathrow flugvöll í London á Englandi. Sagt er að Bielsa hafi komið með flugi frá Brasilíu.

Bielsa er annar af tveimur líklegustu kandídötunum til að taka við stjórastöðunni hjá Everton og er Sky Sports á því að Bielsa muni ræða við ráðamenn hjá Everton í London. Hinn kandídatinn er Sean Dyche.

Bielsa er 67 ára Argentínumaður sem síðast stýrði Leeds. Hann og Leeds komust að samkomulagi um að Bielsa myndi stíga til hliðar í febrúar á síðasta ári og í kjölfarið tók Jesse Marsch við starfinu.

Bielsa gerði flotta hluti hjá Leeds og kom liðinu aftur upp í deild þeirra bestu eftir langa fjarveru.



Athugasemdir
banner
banner