Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 26. apríl 2019 09:23
Elvar Geir Magnússon
Solskjær ætlar ekki að bekkja De Gea: Ég treysti honum
De Gea hefur hlotið mikla gagnrýni.
De Gea hefur hlotið mikla gagnrýni.
Mynd: Getty Images
David de Gea verður í marki Manchester United þegar liðið mætir Chelsea á sunnudaginn. United hefur tapað sjö af síðustu níu leikjum sínum og spænski markvörðurinn, sem hefur alls ekki átt sitt besta tímabil, fengið mikla gagnrýni.

Einhverjir hafa kallað eftir því að De Gea verði settur á bekkinn en Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði skýrt á fréttamannafundi í dag að það myndi ekki gerast.

„Nei. Ég treysti honum," sagði Solskjær. „David er besti leikmaður okkar á síðustu sex eða sjö árum. Ég treysti honum og hann verður fínn."

Paul Pogba hefur verið orðaður við Real Madrid og hafði Solskjær þetta að segja á fréttamannafundi dagsins:

„Ég held að hann verði hérna á næsta tímabili. Hann hefur gert góða hluti og er leiðtogi í klefanum."

Þá kom fram á fundinum að miðjumaðurinn Ander Herrera gæti snúið aftur gegn Chelsea. Hann hefur verið frá í sex síðustu leikjum vegna meiðsla aftan í læri.

Lokaleikir Man Utd:
28. apríl: Chelsea (h)
5. maí: Huddersfield (ú)
12. maí: Cardiff (h)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner