Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 26. september 2021 23:09
Brynjar Ingi Erluson
Hætti við að fá Fonseca - „Ég vildi spila sóknarsinnaðan bolta"
Paulo Fonseca var í myndinni að taka við Tottenham en það gekk ekki upp
Paulo Fonseca var í myndinni að taka við Tottenham en það gekk ekki upp
Mynd: EPA
Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham eyddi tveimur mánuðum í sumar að finna knattspyrnustjóra en félagið ræddi við nokkra spennandi kosti. Paulo Fonseca var einn af þeim en fékk ekki stöðuna því boltinn sem spilaði var sóknarsinnaður.

Enskir miðlar sögðu frá því að ástæðan fyrir því að Fonseca hafi ekki fengið stöðuna hafi verið vegna launakrafna og að hann hafi ekki fengið þá menn sem hann vildi inn í þjálfarateymið.

Fonseca, sem hefur áður þjálfað Roma, Shaktar Donetsk, Braga, Pacos Ferreira, Porto og Aves, ræddi við Telegraph um hvað gerðist í viðræðunum.

Hann segir að eftir að Fabio Paratici tók við sem yfirmaður knattspyrnumála þá hafi viðræðurnar farið á annan veg.

„Samkomulagið var í höfn. Við vorum að undirbúa undirbúningstímabilið og Tottenham vildi sóknarsinnaðan þjálfari. Það var ekki búið að tilkynna þeta en við vorum að skoða hvaða leikmenn við ættum að fá," sagði Fonseca.

„Hlutirnir breyttust þegar það kom inn nýr stjórnarmaður og við vorum ekki sammála um ýmsar hugmyndir og þeir völdu annan þjálfara."

„Ég er með nokkur prinsipp. Ég vildi þjálfa frábær lið en ég vildi líka rétta verkefnið og félag þar sem fólk hefur trú á mínum hugmyndum, mínum leikstíl og það var ekki hægt með nýja stjórnarmanninum."

„Eigandinn og yfirmaður íþróttamála vildu fá þjálfara sem byggir lið sem spilar aðlaðandi og sóknarsinnaðan fótbolta og ég var klár í það. Ég geri þetta ekki öðruvísi. Öll liðin sem ég hef þjálfað hafa farið inn með það hugarfar. Ég sendi ekki liðin mín á völlinn til að verjast í eigin teig þegar þau mæta frábærum liðum,"
sagði Fonseca ennfremur við Telegraph.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner