Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 27. febrúar 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax þarf endurkomu í Amsterdam - Verða án lykilmanns
Ziyech verður ekki með Ajax í dag.
Ziyech verður ekki með Ajax í dag.
Mynd: Getty Images
Ajax þarf að koma til baka gegn Getafe í Evrópudeildinni eftir að hafa tapað fyrri leiknum 2-0. Til að gera stöðuna enn erfiðari, þá þarf hollenska félagið þarf að gera það án eins síns besta leikmanns, Hakim Ziyech.

Hinn 26 ára gamli Ziyech er að glíma við kálfameiðsli og missir af leiknum á Johan Cruijff ArenA.

Ziyech missti einnig af leik Ajax gegn Heracles í hollensku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag. Þeim leik tapaði Ajax 1-0, en liðið er með þriggja stiga forskot á toppi hollensku úrvalsdeildarinnar.

Ziyech var mjög mikilvægur er Ajax komst í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðustu leiktíð. Á þessari leiktíð féll Ajax úr leik í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og fór í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Þar er liðið í hættu á að detta úr leik gegn Getafe á þessum fimmtudegi.

Á þessu tímabili hefur Ziyech skorað átta mörk og lagt upp 16 í öllum keppnum. Hann mun fara til Chelsea á Englandi í sumar.

Leikur Ajax og Getafe hefst klukkan 20:00.
Athugasemdir
banner
banner
banner