
Íslendingar voru í eldlínunni í Meistaradeild kvenna í kvöld.
Tveimur leikjum er lokið en Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Juventus sem tók á móti Lyon en Sara gekk til liðs við Juventus frá Lyon í sumar.
Lyon var marki yfir í hálfleik en Juventus jafnaði metin snemma í síðari hálfleik en það var sjálfsmark.
Sara var tekin af velli þegar rúmlega tuttugu mínútur voru til leiksloka. Fleiri mörk voru ekki skoruð en Juventus er á toppi riðilsins með 4 stig eftir tvo leiki. Arsenal getur farið upp fyrir ítalska liðið með sigri á Zurich í kvöld. Lyon er í 3. sæti með eitt stig.
Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í vörn Rosengard sem tapaði 4-1 gegn Barcelona. Rosengard er án stiga eftir fyrstu tvær umferðirnar. Leikur Benfica og Bayern í sama riðli er ný hafinn. Glódís Perla Viggósdóttir er í byrjunarliði Bayern.
Juventus W 1 - 1 Lyon W
0-1 Lindsey Horan ('23 )
0-2 Melvine Malard ('52 , sjálfsmark)
Rosengard W 1 - 4 Barcelona W
0-1 Aitana Bonmati ('30 )
0-2 Aitana Bonmati ('41 )
1-2 Olivia Holdt ('45 )
1-3 Mariona Caldentey ('66 )
1-4 Mariona Caldentey ('90 )