Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 10:02
Elvar Geir Magnússon
Viðurkennir heppnissigur gegn Barcelona
Matarazzo ræðir við Hansi Flick, stjóra Barcelona.
Matarazzo ræðir við Hansi Flick, stjóra Barcelona.
Mynd: EPA
Real Sociedad heldur áfram að klifra upp töfluna á Spáni eftir að Pellegrini Matarazzo tók við liðinu.

Mörk frá Mikel Oyarzabal og Goncalo Guedes tryggðu Sociedad 2-1 sigur. Matarazzo viðurkennir að heppnin hafi verið sínu liði hliðholl í leiknum en var þó hæstánægður með frammistöðuna.

„Við héldum einbeitingu í 90 mínútur, stundum náðum við að skapa hættu og stundum þurftum við að þjást. Við vorum heppnir, þó það sé ekki heppni að vera með góðan markvörð. Við vorum skilvirkir," sagði Matarazzo.

Markvörðurinn Alex Remiro átti stórleik í marki Sociedad og var valinn maður leiksins.

„Hann sýnir það á æfingu daglega að hann er frábær markvörður. Ég vissi að hann myndi færa okkur alvöru frammistöðu. Ég er virkilega ánægður með trúna og hjartað í liðinu," sagði Matarazzo.

Orri Steinn Óskarsson er á meiðslalista Real Sociedad og spilaði ekki í leiknum í gær.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 20 16 1 3 54 22 +32 49
2 Real Madrid 20 15 3 2 43 17 +26 48
3 Villarreal 19 13 2 4 37 19 +18 41
4 Atletico Madrid 20 12 5 3 35 17 +18 41
5 Espanyol 20 10 4 6 23 22 +1 34
6 Betis 20 8 8 4 33 25 +8 32
7 Celta 20 8 8 4 28 20 +8 32
8 Real Sociedad 20 6 6 8 26 28 -2 24
9 Athletic 20 7 3 10 19 28 -9 24
10 Girona 20 6 6 8 20 34 -14 24
11 Elche 19 5 8 6 25 24 +1 23
12 Osasuna 20 6 4 10 21 24 -3 22
13 Vallecano 20 5 7 8 16 25 -9 22
14 Mallorca 20 5 6 9 24 30 -6 21
15 Getafe 20 6 3 11 15 26 -11 21
16 Sevilla 19 6 2 11 24 30 -6 20
17 Valencia 20 4 8 8 19 31 -12 20
18 Alaves 20 5 4 11 16 25 -9 19
19 Levante 19 3 5 11 21 32 -11 14
20 Oviedo 20 2 7 11 11 31 -20 13
Athugasemdir
banner