Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   mán 19. janúar 2026 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Enrique talaði um Panenka-spyrnu Brahim á fréttamannafundi
Brahim Díaz vippaði boltanum beint í hendur Mendy
Brahim Díaz vippaði boltanum beint í hendur Mendy
Mynd: EPA
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain í Frakklandi, talaði um það góða og slæma sem fylgir því að taka svokallað Panenka-vítaspyrnu á ögurstundu.

Brahim Díaz, leikmaður Marokkó og Real Madrid, tók eina slíka gegn Senegal í úrslitaleik Afríkukeppninnar í gær.

Staðan var markalaus og komið langt inn í uppbótartíma síðari hálfleiks þegar Marokkí fékk vítaspyrnu. Brahim steig á punktinn og ætlaði sér að lyfta boltanum á mitt markið, en Edouard Mendy var fyrir löngu búinn að lesa hvað Brahim ætlaði að gera og greip spyrnuna.

Senegal skoraði sigurmarkið síðan í framlengingunni og varð meistari á meðan Brahim var skilinn eftir í tárum ásamt marokkósku þjóðinni.

Enrique segir það snúið að taka svona spyrnu og að henni fylgir mikil ábyrgð.

„Við töluðum um þetta í rútunni í dag. Ég man þegar fótboltaguðinn Zinedine Zidane gerði þetta í úrslitaleik HM. Þegar þetta gengur upp þá klappa allir, en það fylgir því mikil gagnrýni þegar þú klúðrar henni. Ég þekki Brahim. Hann er algerlega magnaður leikmaður,“ sagði Enrique á fréttamannafundi.
Athugasemdir