Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
banner
   mán 19. janúar 2026 21:09
Brynjar Ingi Erluson
Reykjavíkurmótið: Ótrúleg endurkoma ÍR gegn Fram
Sigurður Karl Gunnarsson gerði sigurmark ÍR-inga í lokin
Sigurður Karl Gunnarsson gerði sigurmark ÍR-inga í lokin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram 2 - 3 ÍR
1-0 Freyr Sigurðsson ('47 )
2-0 Magnús Ingi Þórðarson ('55 )
2-1 Emil Nói Sigurhjartarson ('62 )
2-2 Óliver Andri Einarsson ('63 )
2-3 Sigurður Karl Gunnarsson ('90 )

ÍR-ingar unnu stórkostlegan 3-2 endurkomusigur á Fram í A-riðli Reykjavíkurmóts karla á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í kvöld.

Bæði lið höfðu spilað tvo leiki í mótinu en Fram hafði unnið einn og gert eitt jafntefli á meðan ÍR hafði unnið einn og tapað einum.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komu Framarar sterkir út í þeim síðari með tveimur mörkum á átta mínútum. Freyr Sigurðsson skoraði fyrra markið og Magnús Ingi Þórðarson seinna.

ÍR-ingar lögðu ekki árar í bát. Emil Nói Sigurhjartarson minnkaði muninn á 62. mínútu og mínútu síðar jafnaði Óliver Andri Einarsson metin.

Sigurður Karl Gunnarsson skoraði síðan sigurmarkið og fullkomnaði endurkomu ÍR-inga sem eru nú með 6 stig í öðru sæti riðilsins á meðan Fram er í næst neðsta sæti með 4 stig.

ÍR-ingar mæta Leikni í grannaslag í lokaumferðinni á meðan Fram spilar við Íslandsmeistara Víkings.
Reykjavíkurmót karla - A-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 1 1 0 0 5 - 2 +3 3
2.    Fjölnir 0 0 0 0 0 - 0 0 0
3.    Fram 0 0 0 0 0 - 0 0 0
4.    ÍR 0 0 0 0 0 - 0 0 0
5.    Leiknir R. 1 0 0 1 2 - 5 -3 0
Athugasemdir
banner
banner