Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   mið 21. janúar 2026 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rooney: 2008 liðið myndi rústa þessu Arsenal liði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arsenal hefur verið ótrúlegt á þessu tímabili en liðið er efst í úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Liðið er með fullt hús stiga í Meistaradeildinni fyrir síðustu umferðina.

Theo Walcott, fyrrum leikmaður Arsenal, og Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Man Utd, töluðu um liðið eftir sigur gegn Inter í gær. Walcott og Rooney mættust á sínum tíma en þá var Man Utd með þó nokkra yfirburði í úrvalsdeildinni.

Walcott spurði hvernig Man Utd liðið árið 2008 myndi standa sig gegn Arsenal í dag. Leikmenn á borð við Nemanja Vidic, Rio Ferdinand, Paul Scholes, Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney voru í United á þeim tíma. Man Urd vann ensku deildina og Meistaradeildina það ár.

„Það er örugglega besta lið sem ég hef mætt. Hvernig er Arsenal hópurinn miðað við þann hóp?" Sagði Walcott.

„Við myndum rústa þeim," sagði Rooney einfaldlega og hló.
Athugasemdir
banner
banner