Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 11:16
Elvar Geir Magnússon
Szoboszlai í viðræðum um nýjan samning: Engin niðurstaða enn
Dominik Szoboszlai hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu.
Dominik Szoboszlai hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Dominik Szoboszlai hefur staðfest að hann sé í viðræðum við Liverpool um nýjan samning en segir að ekki sé búið að ná samkomulagi um framtíð hans.

Ungverjinn hefur verið besti leikmaður Liverpool á tímabilinu og er samningsbundinn til sumarsins 2028. Liverpool er til í að verðlauna hann fyrir frammistöðuna og hann kemur til greina sem framtíðarfyrirliði liðsins.

„Það er verið að ræða málin. Þið í fjölmiðlum þurfið að búa til efni fyrir fólkið, það er ykkar starf. Það eru viðræður en engin niðurstaða. Þetta er að þróast en engin ákvörðun hefur verið tekin. Ég held bara áfram að leggja mig allan fram fyrir liðið og stuðningsmennina. Sjáum hvað gerist í framtíðinni," segir Szoboszlai.

Hann var spurður að því hvort hann væri ánægður hjá Liverpool?

„Auðvitað er ég ánægður en þið vitið hvernig fótboltinn virkar og það er ýmislegt sem þarf að taka inn í reikninginn."

Neitar því að hafa sýnt óvirðingu
Szoboszlai var sakaður um að hafa sýnt Barnsley óvirðingu í 4-1 sigri Liverpool í bikarleik á dögunum. Hann gerði mjög undarleg mistök í stöðunni 2-0, en hann reyndi hælsendingu í átt að Giorgi Mamardashvili, markverði Liverpool, sem misheppnaðist og skoraði Adam Phillips í kjölfarið, en þetta kom Barnsley inn í leikinn.

Conor Hourihane, stjóri Barnsley, sagði að Szoboszlai hefði sýnt félaginu óvirðingu og að hann hefði aldrei reynt svona kúnstir í deildarleik.

„Ég gerði mistök gegn Barnsley en ég þarf að koma því á hreint að þetta var ekki óvirðing. Ég hefði gert það sama gegn Arsenal, City eða Chelsea. Ég ætlaði að þykjast senda boltann til baka á markvörðinn en það misheppnaðist algjörlega," segir Szoboszlai.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner