Jesus gæti farið heim til Brasilíu - Marseille vill fá Nwaneri lánaðan - Mikið ber á milli Konate og Liverpool
   þri 20. janúar 2026 23:07
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haaland baðst afsökunar á „vandræðalegu" tapi
Mynd: EPA
Erling Haaland bað stuðningsmenn Man City afsökunar eftir að liðið tapaði mjög óvænt 3-1 gegn norska liðinu Bodö/Glimt.

Pep Guardiola stilltii upp sterku liði en Haaland var m.a. í fremstu víglínu en átti mjög erfitt uppdráttar.

„Ég hef engin svör. Ég tek fulla ábyrgð að hafa ekki getað skorað mörkin sem ég á að gera. Ég bið alla afsökunar, hvern einasta stuðningsmann Man City og alla sem ferðuðust hingað því þetta er vandræðalegt," sagði Haaland.

„Bodö spilar ótrúlegan fótbolta og áttu þetta skilið. Ég veit ekki hvað ég á að segja því ég er ekki með svör, eina sem ég get sagt er afsakið."
Athugasemdir